Erlent

Sjö ára drengur kom með hlaðna skammbyssu í skólann sinn

Nemendum og kennurum við grunnskóla í Queens hverfinu í New York brá verulega í brún þegar sjö ára gamall drengur mætti í skólann í gær með skammbyssu í skólatöskunni.

Byssan var hlaðinn 10 skotum og hann mun hafa notað hana til að ógna stúlku sem einnig var nemandi og hótaði að skjóta hana.

f öryggisástæðum var skólanum lokað um tíma og byssan gerð upptæk. Lögreglan rannsakar nú hvernig á því stóð að jafnungur drengur kom að skammbyssu í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×