Enski boltinn

Pardew: Demba Ba mun fara til Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Demba Ba.
Demba Ba. Mynd/AP
Alan Pardew, stjóri Newcastle, er búinn að sætta sig við það að sjá á eftir senegalska framherjanum Demba Ba til Chelsea en Chelsea fékk leyfi til að ræða við leikmanninn í gær.

Newcastle fær væntanlega um sjö milljónir punda fyrir þennan 27 ára leikmann en aðeins Robin van Persie (64) og Wayne Rooney (44) hafa skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan að Demba Ba (36 mörk) spilaði sinn fyrsta leik í deildinni 2011.

„Ég held að hann komi ekki aftur og að hann semji við Chelsea. Við komust yfir þetta enda er þetta risaklúbbur. Það er öruggt að þessi klúbbur er stærri en allir leikmenn hans," sagði Alan Pardew.

„Hann fær okkar blessun. Hann hefur staðið sig frábærlega hjá okkur en Chelsea er stór klúbbur og við óskum honum góðs gengis. Þetta er ekki slæmt fyrir okkur því óvissan um framtíð hans var að trufla okkur," sagði Alan Pardew.

Demba Ba hefur skorað 13 af 27 mörkum Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Papiss Cisse og Shola Ameobi standa eftir sem einu framherjar liðsins og þeir hafa bara skorað 9 mörk saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×