Enski boltinn

Balotelli sendur til City-prestsins í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það gekk mikið á hjá þeim Roberto Mancini, stjóra Manchester City og Mario Balotelli, á æfingu liðsins í gær þegar upp úr sauð og Mancini virtist ráðast á leikmanninn ef marka má ljósmyndir sem náðust af atvikinu.

Mario Balotelli er því enn á ný kominn í fréttirnar vegna einhvers sem gerist utan vallarins og enskir fjölmiðlar spá því flestir (ekki í fyrsta sinn) að tímar hans séu nú taldir hjá Manchester City.

Daily Mail var fyrst með myndir af "slagsmálum" Mancini og Balotelli í gær og blaðamenn þess hafa nú heimildir fyrir því að Mario Balotelli verði sendur á fund City-prestsins í dag.

Roberto Mancini er heittrúaður kaþólikki og hann ákvað að leita sér hjálpar hjá presti félagsins. Peter Horlock starfar í kapellu Manchester City og hefur áður rætt við Mario Balotelli.

Roberto Mancini verður með blaðamannafund fyrir hádegi fyrir komandi bikarleik liðsins á móti Watford og hann verður örugglega spurður um þetta óvenjulega mál á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×