Enski boltinn

Balotelli fær hundrað tækifæri til viðbótar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Framtíð Mario Balotelli hjá Manchester City er ekki í neinu uppnámi þrátt fyrir uppákomu milli hans og knattspyrnustjórans á æfingu Manchester City í gær. Roberto Mancini gerði lítið úr atvikinu á blaðamannafundi í dag.

„Ég mun gefa honum hundrað tækifæri til viðbótar ef ég hef möguleika til þess því ég tel að hann geti breyst. Ég ætla að hjálpa honum," sagði Roberto Mancini.

„Hann fær fleiri tækifæri af því að hann er bara 22 ára gamall og kemst því enn upp með það að gera mistök," sagði Mancini.

Mario Balotelli hefur skorað 30 mörk í 75 leikjum með Manchester City í öllum keppnum frá því að Mancini fékk hann Internazionale frá árið 2010 þar af 20 þeirra í 51 úrvalsddeildarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×