Enski boltinn

Newcastle fyrsta úrvalsdeildarliðið til að detta út úr enska bikarnum

Andrea Orlandi
Andrea Orlandi Mynd/Nordic Photos/Getty
Brighton & Hove Albion vann óvæntan 2-0 sigur á Newcastle í fyrsta leik dagsins í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta en ensku úrvalsdeildarliðin koma nú inn í 64 liða úrslit bikarkeppninnar.

Andrea Orlandi skoraði fyrra markið á 33. mínútu eftir frábær tilþrif í teignum og varamaðurinn Will Hoskins bætti við öðru marki þremur mínútum fyrir leikslok eftir að Newcastle hafði þá misst mann af velli.

Shola Ameobi fékk sitt annað gula spjald á 63. mínútu leiksins fyrir brot og Newcastle lék því manni fleiri í tæpan hálftíma. Þetta var frekar strangur dómur.

Newcastle United hefur gengið illa í bikarnum undanfarin ár og hafa ekki spilað bikarleik eftir janúarmánuð í sjö ár. Alan Pardew gerði fimm breytingar frá síðasta deildarleik og setti meðal annars Rob Elliot í markið. Papiss Cisse var síðan ekki í hópnum.

Gus Poyet og lærisveibar hans í Brighton & Hove Albion fögnuðu sigrinum vel í leikslok enda hefur ekki gengið alltof vel hjá liðinu í ensku b-deildinni. Brighton & Hove Albion byrjar hinsvegar nýja árið vel því liðð vann 3-0 sigur á Ipswich Town á Nýársdag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×