KA-menn sömdu við markakóng 2. deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 20:15 Frá vinstri Gunnar Már Magnússon, Bessi Víðisson og Fannar Freyr Gíslason. Mynd/KA Níu leikmenn skrifuðu í dag undir samning við 1. deildarlið KA í fótboltanum en félagið ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni næsta sumar undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, fyrrum þjálfara Stjörnunnar. Gunnar Már Magnússon og Bessi Víðisson eru nýir leikmenn hjá félaginu en þeir koma báðir frá Dalvík. Bessi skoraði 18 mörk í 19 leikjum í 2. deildinni síðasta sumar og varð markakóngur deildarinnar. Fannar Freyr Gíslason kemur frá Tindastól en endaði síðasta tímabil hjá KA.Fréttatilkynningin frá KA:Níu leikmenn skrifa undir samninga við KA Í dag var skrifað undir samninga knattspyrnudeildar KA við níu leikmenn. Þar af framlengdu þrír leikmenn samninga sína, einn leikmaður hefur áður verið á lánssamningi hjá KA en fimm leikmenn voru nú að semja í fyrsta skipti við félagið. Leikmennirnir sem skrifuðu undir samninga í dag eru Aksentije Milisic, Baldvin Ingimar Baldvinsson, Bessi Víðisson, Bjarni Mark Antonsson, Fannar Freyr Gíslason, Gunnar Már Magnússon, Ívar Guðlaugur Ívarsson, Jón Heiðar Magnússon og Ólafur Aron Pétursson. Aksentije Milisic, miðjumaður, f. 1993, er uppalinn KA-maður. Hann hefur verið samningsbundinn KA síðan í maí 2011 og hefur komið við sögu í einum meistaraflokksleik. Nýr samningur er til tveggja ára. Baldvin Ingimar Baldvinsson, miðvörður, f. 1996. Baldvin Ingimar er Siglfirðingur og skipti í KA í nóvember sl. Hann á fjóra landsleiki með U-17 landsliði Íslands á árinu 2012. Samningurinn er til þriggja ára. Bessi Víðisson, miðju-/sóknarmaður, f. 1990. Bessi kemur frá Dalvík, þar sem hann hefur síðustu tvö ár spilað með Dalvík/Reyni í 2. deildinni. Áður hafði hann spilað með Keflavík, Fjarðabyggð og þar áður Dalvík/Reyni, en þar átti hann sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2006. Síðastliðið sumar spilaði Bessi 22 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim 21 mark, sem tryggði honum markakóngstitilinn í 2. deildinni sumarið 2012. Í það heila hefur Bessi spilað 93 meistaraflokksleiki í deild og bikar og skorað í þeim 32 mörk. Samningurinn er til tveggja ára. Bjarni Mark Antonsson, miðjumaður, f. 1995. Bjarni Mark er Siglfirðingur og skipti í KA í desember 2011. Hann spilaði sl. sumar með 2. flokki KA. Samningurinn er til þriggja ára. Fannar Freyr Gíslason, sóknarmaður, f. 1991. Fannar Freyr er Sauðkrækingur, en hefur síðustu tvö ár verið samningsbundinn ÍA. Hann hefur frá árinu 2006 spilað 71 meistaraflokksleik með Tindastóli, ÍA, HK og KA og skorað í þeim 10 mörk. Síðastliðið sumar kom hann í félagaskiptaglugganum á lánssamningi til KA og spilaði níu leiki síðari hluta sumars. Nýr samningur er til tveggja ára. Gunnar Már Magnússon, miðjumaður, f. 1987. Gunnar Már kemur frá Dalvík. Á árunum 2003, 2004 og 2005 spilaði hann undir merkjum Leifturs/Dalvíkur í 1. og 2. deild, en frá 2006 hefur Gunnar Már spilað með Dalvík/Reyni í 2. og 3. deild. Hann á að baki 135 meistaraflokksleiki í deild og bikar og hefur skorað í þeim 49 mörk. Samningurinn er til tveggja ára. Ívar Guðlaugur Ívarsson, kantmaður, f. 1991, er uppalinn KA-maður. Hann hefur verið samningsbundinn KA síðan í desember 2010. Hann hefur spilað 21 meistaraflokksleik fyrir KA og Magna á Grenivík, en þar spilaði hann á lánssamningi sumarið 2011 og aftur 2012. Nýr samningur er til tveggja ára. Jón Heiðar Magnússon, bakvörður, f. 1991, er uppalinn KA-maður. Hann hefur verið samningsbundinn KA síðan í desember 2010. Hann hefur spilað 30 meistaraflokksleiki með félaginu. Nýr samningur er til tveggja ára. Ólafur Aron Pétursson, miðjumaður, f. 1995. Ólafur Aron Pétursson er uppalinn KA-maður. Hann spilaði sl. sumar með 2. flokki KA. Samningurinn er til þriggja ára. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Níu leikmenn skrifuðu í dag undir samning við 1. deildarlið KA í fótboltanum en félagið ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni næsta sumar undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, fyrrum þjálfara Stjörnunnar. Gunnar Már Magnússon og Bessi Víðisson eru nýir leikmenn hjá félaginu en þeir koma báðir frá Dalvík. Bessi skoraði 18 mörk í 19 leikjum í 2. deildinni síðasta sumar og varð markakóngur deildarinnar. Fannar Freyr Gíslason kemur frá Tindastól en endaði síðasta tímabil hjá KA.Fréttatilkynningin frá KA:Níu leikmenn skrifa undir samninga við KA Í dag var skrifað undir samninga knattspyrnudeildar KA við níu leikmenn. Þar af framlengdu þrír leikmenn samninga sína, einn leikmaður hefur áður verið á lánssamningi hjá KA en fimm leikmenn voru nú að semja í fyrsta skipti við félagið. Leikmennirnir sem skrifuðu undir samninga í dag eru Aksentije Milisic, Baldvin Ingimar Baldvinsson, Bessi Víðisson, Bjarni Mark Antonsson, Fannar Freyr Gíslason, Gunnar Már Magnússon, Ívar Guðlaugur Ívarsson, Jón Heiðar Magnússon og Ólafur Aron Pétursson. Aksentije Milisic, miðjumaður, f. 1993, er uppalinn KA-maður. Hann hefur verið samningsbundinn KA síðan í maí 2011 og hefur komið við sögu í einum meistaraflokksleik. Nýr samningur er til tveggja ára. Baldvin Ingimar Baldvinsson, miðvörður, f. 1996. Baldvin Ingimar er Siglfirðingur og skipti í KA í nóvember sl. Hann á fjóra landsleiki með U-17 landsliði Íslands á árinu 2012. Samningurinn er til þriggja ára. Bessi Víðisson, miðju-/sóknarmaður, f. 1990. Bessi kemur frá Dalvík, þar sem hann hefur síðustu tvö ár spilað með Dalvík/Reyni í 2. deildinni. Áður hafði hann spilað með Keflavík, Fjarðabyggð og þar áður Dalvík/Reyni, en þar átti hann sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2006. Síðastliðið sumar spilaði Bessi 22 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim 21 mark, sem tryggði honum markakóngstitilinn í 2. deildinni sumarið 2012. Í það heila hefur Bessi spilað 93 meistaraflokksleiki í deild og bikar og skorað í þeim 32 mörk. Samningurinn er til tveggja ára. Bjarni Mark Antonsson, miðjumaður, f. 1995. Bjarni Mark er Siglfirðingur og skipti í KA í desember 2011. Hann spilaði sl. sumar með 2. flokki KA. Samningurinn er til þriggja ára. Fannar Freyr Gíslason, sóknarmaður, f. 1991. Fannar Freyr er Sauðkrækingur, en hefur síðustu tvö ár verið samningsbundinn ÍA. Hann hefur frá árinu 2006 spilað 71 meistaraflokksleik með Tindastóli, ÍA, HK og KA og skorað í þeim 10 mörk. Síðastliðið sumar kom hann í félagaskiptaglugganum á lánssamningi til KA og spilaði níu leiki síðari hluta sumars. Nýr samningur er til tveggja ára. Gunnar Már Magnússon, miðjumaður, f. 1987. Gunnar Már kemur frá Dalvík. Á árunum 2003, 2004 og 2005 spilaði hann undir merkjum Leifturs/Dalvíkur í 1. og 2. deild, en frá 2006 hefur Gunnar Már spilað með Dalvík/Reyni í 2. og 3. deild. Hann á að baki 135 meistaraflokksleiki í deild og bikar og hefur skorað í þeim 49 mörk. Samningurinn er til tveggja ára. Ívar Guðlaugur Ívarsson, kantmaður, f. 1991, er uppalinn KA-maður. Hann hefur verið samningsbundinn KA síðan í desember 2010. Hann hefur spilað 21 meistaraflokksleik fyrir KA og Magna á Grenivík, en þar spilaði hann á lánssamningi sumarið 2011 og aftur 2012. Nýr samningur er til tveggja ára. Jón Heiðar Magnússon, bakvörður, f. 1991, er uppalinn KA-maður. Hann hefur verið samningsbundinn KA síðan í desember 2010. Hann hefur spilað 30 meistaraflokksleiki með félaginu. Nýr samningur er til tveggja ára. Ólafur Aron Pétursson, miðjumaður, f. 1995. Ólafur Aron Pétursson er uppalinn KA-maður. Hann spilaði sl. sumar með 2. flokki KA. Samningurinn er til þriggja ára.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki