Enski boltinn

Joe Cole: Með heimsklassamenn í Van Persie og Giggs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Cole í leiknum í kvöld.
Joe Cole í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Joe Cole byrjaði frábærlega með West Ham í kvöld og það munaði ekki miklu að tvær stoðsendingar hans tryggðu West Ham sigur á Manchester United í enska bikarnum. Varamaðurinn Robin Van Persie tryggði hinsvegar United annan leik með því að skora jöfnunarmark í uppbótartíma leiksins.

„Þeir eru með frábært lið og hafa gert þetta svo oft. Þeir eru með heimsklassamenn eins Van Persie og Giggs" sagði Joe Cole i sjónvarpsviðtali við ITV eftir leikinn en hann var kominn á bekkinn þegar Manchester United jafnaði metin í lokin.

„Mér fannst við verjast vel í þessum leik og við vorum óheppnir að vinna ekki þennan leik. Við misstum af frábæru tækifæri til að slá þá út en nú þurfum við að fara á Old Trafford. Það verður erfiður leikur en við höfum unnið þar áður," sagði Joe Cole.

„Þetta var skemmtileg endurkoma fyrir mig. Ég vildi bara fá að spila fótbolta aftur og það var gott að ná þessum mínútum. Ég þarf samt nokkra leiki til viðbótar til að komast í gott leikform en þetta var gaman að spila þennan leik," sagði Cole.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×