Erlent

Depardieu boðið að búa í héraðinu Mordoviu

Rússneska héraðið Mordovia hefur boðið franska leikaranum Gerard Depardieu að setjast þar að í framhaldi af því að leikarinn fékk rússneskt vegabréf í hendurnar um helgina.

Vladimir Volkov héraðstjóri Mordoviu hefur sagt að Depardieu geti valið sér íbúð eða hús til að búa í og einnig að yfirvöld muni byggja fyrir hann nýtt hús ef út í það er farið.

Mordoiva er einkum þekkt fyrir að þar er mikill fjöldi fangabúða frá tímum gúlagsins þegar Stalín var við völd í Sovétríkjunum sálugu.

Eins og kunnugt er í fréttum ákvað Depardieu nýlega að flýja Frakkland vegna hátekjuskattsins þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×