Erlent

Stórfenglegt ár fyrir stjörnuáhugamenn - smástirni og halastörnur

Árið sem nú er gengið í garð markar upphaf sannkallaðrar veislu fyrir stjörnuáhugamenn. Tvö smástirni og jafnmargar halastjörnur munu þjóta framhjá jörðinni ár.

Á miðvikudaginn mun smástirnið 99942 Apófis sigla framhjá jörðinni á rúmlega þrjátíu þúsund kílómetra hraða. Fyrstu mælingar bentu til þess að 3 prósent líkur væru á að Apófis — sem nefnt er eftir hinum egypska guð eyðileggingar og myrkurs — myndi rekast á jörðina árið 2029.

Síðari mælingar hafa þó leitt í ljós að Apófis mun fara framhjá jörðinni árið 2029. Það mun þó litlu muna enda verður smástirnið þá í rúmlega 30 þúsund kílómetra hæð yfir jörðu. Gervitungl sem notuð eru til fjarskipta eru í 39 þúsund kílómetra hæð. Vísindamenn NASA áætla að líkur á árekstri séu einn á móti 250 þúsund.

Hið sama má segja um smástirnið 2012 DA14 en það mun heilsa upp á jörðina og íbúa þessa þann 15. febrúar næstkomandi. Heimsóknin mun marka tímamót í vísindasögunni en ekki er vitað þess að smástirni hafi komið svo nálægt jörðinni án þess að skella á henni. 2012 DA14 verður 34.500 kílómetra fjarlægð frá jörðinni.

Halastjörnurnar tvær, þær 2011 L4, eða PANNSTARRS, og ISON munu heilla jarðarbúa í mars og nóvember.

Stjörnuáhugamenn bíða spenntir eftir ISON en hún var uppgötvuð í september síðastliðnum. Ekki er vitað fyrir víst hversu björt ISON verður en ljóst er að hún mun sjást með berum augum í nóvember. Bjarmi hennar gæti síðan tórað í nokkra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×