Erlent

Fundu fimm skammbyssur og skotfæri í Kristjaníu

Lögreglusérsveitin Task Force Pusherstreet lét til skarar skríða gegn fíkniefnasölum í Kristjaníu í gærdag.

Meðal þess sem lagt var hald á voru fimm skammbyssur, þar af tvær af gerðinni Glock og ein af gerðinni Heckler og Koch. Auk þess fundust tæplega 1.800 skot í þessar byssur og tvö skotheld vesti.

Þá náði sérsveitin töluverðu magni af hassi og marijúana í þessari aðgerð. Um var að ræða rúmlega 72 kíló af hassi, 22 kíló af marijúana og nærri 13.000 tilbúnar jónur.

Fimm einstaklingar voru handteknir en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×