Erlent

Merkel endurkjörin kanslari Þýskalands

Mynd/AP
Þýska þingið samþykkti í dag tillögu þess efnis að Angela Merkel muni gegna stöðu Þýskalandskanslara, þriðja kjörtímabilið í röð.

Hún mun því leiða stórsamsteypustjórn tveggja flokka, hennar eigin ásamt Jafnaðarmönnum. Flokkur Merkel, kristilegir demókratar eða CDU, var í bandalagi við CSU flokkinn fyrir kosningar.

Merkel fékk góða kosningu og litlu munaði að hún næði hreinum meirihluta. Það tókst þó ekki og úr varð að samsteypustjórn var mynduð með jafnaðarmönnum, sem í gegnum söguna hafa verið helstu andstæðingar CDU.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×