Erlent

Páfinn valinn maður ársins af tímariti samkynhneigðra

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsíða tímaritsins Advocate
Frans páfi var nefndur maður ársins af lífsstílstímariti sem talar opinberlega fyrir réttindum hinsegin fólks.

„Áhrifamesta manneskja ársins 2013, kemur ekki úr lagabaráttu heldur andlegri baráttu. Ekki hefur farið fram kosning eða úrskurður gefinn út, en þó hefur orðið fordæmalaus breyting á árinu á því hvernig horft er til hinsegin fólks af einum helsta trúarleiðtoga heims,“ segir í frétt á vef tímaritsins Advocate.

Á forsíðunni er birt tilvitnun í páfann, þar sem hann segir: „Ef einhver er samkynhneigður og leitar drottins með góðum vilja, hver er ég til að dæma.“ Einnig er búið að setja húðflúr á kinn páfans með myndvinnslu, þar sem stendur NO H8, eða No Hate og ekkert hatur á íslensku.

Páfinn hafði einnig verið valinn maður ársins af tímaritinu TIme. Edward Snowden var valinn maður ársins af Guardian, en hann var einnig tilnefndur hjá Time.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×