Erlent

Yfir 99% íbúa á Falklandseyjum vilja tilheyra Bretlandi

Íbúar á Falklandseyjum ákváðu með yfirgnæfandi meirihluta, eða 99,8%, að eyjarnir myndu áfram teljast til Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslu í gærdag.

Raunar komu aðeins þrjú mótatkvæði gegn því hjá þeim rúmlega 1.500 manns sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Kjörsókn var um 90%.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að bresk stjórnvöld séu mjög ánægð með niðurstöðuna og hvetja aðrar þjóðir til að virða hana. Eins og kunnugt er af fréttum hafa Bretar og Argentínumenn lengi deilt um yfirráðin yfir Falklandseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×