Erlent

Miklar vetrarhörkur í Evrópu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
París.
París.
Starfsemi á flugvellinum í Frankfurt, þriðja stærsta flugvelli í Evrópu, hefur verið skert í dag vegna mikillar snjókomu víðsvegar í norðvesturhluta Evrópu. Einungis ein af þremur flugbrautum eru opnar. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst.

Lestarferðir milli Lundúna, Parísar og Brussel verða ekki farnar fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Á suðausturhluta Englands voru hundruð manna fastir í umferðarteppu vegna veðursins. Einnig voru miklar umferðartafir í Belgíu og í norðurhluta Frakklands.

Meira má lesa um  málið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×