Enski boltinn

Di Canio bauð öllum stuðningsmönnunum upp á pizzu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paolo Di Canio tók að sér að borga reikninginn fyrir pizzunum.
Paolo Di Canio tók að sér að borga reikninginn fyrir pizzunum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paolo Di Canio, ítalski stjórinn hjá Swindon Town, var sáttur við þá stuðningsmenn félagsins sem mættu til þess að moka County Ground völlinn fyrir leikinn á móti Shrewsbury Town í ensku b-deildinni um síðustu helgi.

Þökk sé þessum duglegu og fórnfúsu stuðningsmönnum þá gat leikurinn farið fram en Swindon Town vann leikinn 2-0 fyrir framan 7,754 áhorfendur og er því komið upp í þriðja sæti deildarinnar. Ekkert lið er með betri árangur á heimavelli í deildinni (28 stig og markatala 32-8).

Á föstudaginn var völlurinn fullur af snjó og það leit ekki út fyrir annað en að leiknum yrði frestað. Um 200 manns og þar meðal talinn Paolo Di Canio unnu hörðum höndum við moksturinn og tókst þeim með dugnaði að hreinsa völlinn.

Fólkið, þar á meðal margir pabbar og synir þeirra, mokuðu og mokuðu frá fimm til miðnættis. Allir voru síðan himinlifandi með ítalska stjórann þegar hann færði öllum hópnum pizzur sem Di Canio borgaði úr eigin vasa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×