Panta sér miða með það í huga að mæta ekki Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 21:43 Franklin Graham flytur boðskap sinn á Íslandi í september. Fjölmargir mótmæla nú komu hans. Fjöldi fólks hefur mótmælt komu Franklin Graham til landsins með því að panta sér miða á samkomuna Hátíð vonar með það í huga að mæta ekki á hana. Ókeypis er á samkomuna sem verður haldin 28. og 29. september næstkomandi. Fólk getur tryggt sér allt að fjóra miða á hvort kvöldið. Eins og Vísir greindi frá í dag birti þjóðkirkjan á þriðjudaginn frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „4 miðar komnir á báða dagana, þau sæti verða skilin eftir auð og ég vona að sem flestir næli sér í miða og skilji þau líka eftir galtóm svo sem fæstir mæti á þessa fáránlegu samkomu,“ skrifar ljósmyndarinn Hörður Sveinsson á Facebooksíðu sína í kvöld. Fjölmargir taka í sama streng. „Fékk heimild fyrir 4 miðum! Flott samkoma hjá þjóðkirkjunni sem ég ætla svo sannarlega að missa af, segir Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins. „Þessi tímasetning er náttúrlega alveg stórfurðuleg. Ekki það að fólk væri eitthvað hlynntara þessu á öðrum tímum. En það er ofboðslegt taktleysi að flytja inn einhvern hommahatara. Maður þarf nú ekki annað en slá Graham fjölskyldunni upp í Google til að sjá að þetta er fólk sem maður á ekki að vera að hampa," sagði Heiða Kristín í samtali við Vísi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, lýsti yfir miklum vonbrigðum í garð þjóðkirkjunnar þegar hún tjáði sig um málið í dag. Hún sagðist vera persónulega móðguð sem skattgreiðandi yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem talaði um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem ógnun við samfélagið. Á vefsíðu Hátíðar vonar er hægt að lesa sér nánar til um dagskrá samkomunnar. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjöldi fólks hefur mótmælt komu Franklin Graham til landsins með því að panta sér miða á samkomuna Hátíð vonar með það í huga að mæta ekki á hana. Ókeypis er á samkomuna sem verður haldin 28. og 29. september næstkomandi. Fólk getur tryggt sér allt að fjóra miða á hvort kvöldið. Eins og Vísir greindi frá í dag birti þjóðkirkjan á þriðjudaginn frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „4 miðar komnir á báða dagana, þau sæti verða skilin eftir auð og ég vona að sem flestir næli sér í miða og skilji þau líka eftir galtóm svo sem fæstir mæti á þessa fáránlegu samkomu,“ skrifar ljósmyndarinn Hörður Sveinsson á Facebooksíðu sína í kvöld. Fjölmargir taka í sama streng. „Fékk heimild fyrir 4 miðum! Flott samkoma hjá þjóðkirkjunni sem ég ætla svo sannarlega að missa af, segir Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins. „Þessi tímasetning er náttúrlega alveg stórfurðuleg. Ekki það að fólk væri eitthvað hlynntara þessu á öðrum tímum. En það er ofboðslegt taktleysi að flytja inn einhvern hommahatara. Maður þarf nú ekki annað en slá Graham fjölskyldunni upp í Google til að sjá að þetta er fólk sem maður á ekki að vera að hampa," sagði Heiða Kristín í samtali við Vísi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, lýsti yfir miklum vonbrigðum í garð þjóðkirkjunnar þegar hún tjáði sig um málið í dag. Hún sagðist vera persónulega móðguð sem skattgreiðandi yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem talaði um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem ógnun við samfélagið. Á vefsíðu Hátíðar vonar er hægt að lesa sér nánar til um dagskrá samkomunnar.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira