"Atvinnuhommahatari“ á kristilegri hátíð í Laugardalshöll Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. ágúst 2013 16:27 "Fyrir mér er þetta hátíð vonbrigða,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir um komu Franklin Graham á Hátíð vonar. mynd/365 „Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira