Erlent

Ákærður vegna hryðjuverkana í Boston

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þrír létu lífið og tugir slösuðust í hryðjuverkaárásunum í Boston 15. apríl síðastliðinn.
Þrír létu lífið og tugir slösuðust í hryðjuverkaárásunum í Boston 15. apríl síðastliðinn. MYND/AFP
Hinn 19 ára gamli Dzhokhar Tsarnaev hefur verið ákærður vegna hryðjuverkanna í Boston. Hann á yfir höfði sér dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi.  Þrír létu lífið og tugir slösuðust í árásunum.

Ákæran er í 30 liðum, en Tsarnaev er meðal annars sakaður um að hafa komið fyrir gjöreyðingarvopnum við marklínuna í maraþoninu. Þá er hann sakaður um að hafa myrt þá einstaklinga sem létu lífið í árásinni þennan dag.

Tsarnaev er upprunalega frá Téténíu, en talið er að hann hafi staðið á bak við árásirnar ásamt eldri bróður sínum, hinum 26 ára gamla Tamerlan Tsarnaev. Tamerlan lést í skotbardaga sem braust út á milli hans og lögreglumanna sólarhring eftir árásina. Dzhokhar slasaðist einnig alvarlega í árásinni en hafði það af.

NY Daily News greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×