Erlent

Hætt við viðræður milli Kóreuríkja á morgun

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Viðræðurnar áttu að fara fram í Seúl.
Viðræðurnar áttu að fara fram í Seúl.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu sögðu fyrr í dag að búið væri að aflýsa tveggja daga löngum fundahöldum milli Suður- og Norður-Kóreu. Fundahöldin áttu að hefjast í Seúl á morgun.

 

Ekki er ljóst hvort viðræðunum hefur verið frestað eða aflýst með öllu. Viðræðurnar hefðu verið fyrstu viðræður háttsettra embættismanna ríkjanna tveggja í sex ár.

 

Embættismennirnir ætluðu að ræða um samvinnuverkefni ríkjanna, ekki síst iðnaðarsvæðið Kaesong, sem var lokað í apríl síðastliðnum. Þá átti að ræða um sameiningu sundraðra fjölskylda og önnur mannúðarmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×