Erlent

Danir munu geta breytt atkvæðum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Margrethe Vestager vill að kjósendur fái góða þjónustu.
Margrethe Vestager vill að kjósendur fái góða þjónustu. Mynd/AP
Sveitarfélög í Danmörku og ráðuneyti vilja fá fleiri kjósendur í kjörklefa í sveitarstjórnakosningunum þann 19. nóvember. Í herferðinni er vakin sérstök athygli á því að hægt sé að skipta um skoðun hafi maður greitt atkvæði á utankjörstaðarfundi.

Skiptar skoðanir eru meðal fræðimanna um ágæti fyrirkomulagsins og telja sumir að kosningarnar verði síður teknar alvarlega.

Margrethe Vestager, efnahags- og innanríkisráðherra, segir í tölvupósti til Kristilega dagblaðsins að hún líti á þetta sem góða þjónustu við þá kjósendur sem ekki geta greitt atkvæði sjálfan kosningadaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×