Erlent

John Kerry fundaði með ESB-ráðherrum

John Kerry á fundinum í Vilnius í morgun
John Kerry á fundinum í Vilnius í morgun mynd/Afp
John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Vilnius höfðuðborgar Litháen í morgun til að eiga fund með utanríkisráðherrum evrópusambandsríkjanna.

Hann fundaði fljótlega eftir komuna með Dalia Grybau-skaite utanríkisráðherra Litháen. Kerry reynir að afla stuðnings sem flestra ríkja við hernaðaraðgerðum gegn Sýrlandsstjórn vegna meintra efnavopnanotkunnar hennar gegn óbreyttum borgurum í Damaskus höfuðborg Sýrlands.

Að loknum fundinum með utanríkisráðherrunum í Vilnius, heldur Kerry til Lundúna og Parísar í sömu erindargjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×