Mörg dæmi um að foreldrar kaupi GTA V fyrir börn sín Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. september 2013 19:33 Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans. Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans.
Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira