Mörg dæmi um að foreldrar kaupi GTA V fyrir börn sín Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. september 2013 19:33 Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Mörg dæmi eru um að börn komi í fylgd foreldra til að tryggja sér eintak af ofbeldisfullum tölvuleik sem nú tröllríður afþreyingar-bransanum. Framkvæmdastjóri Skífunnar segist aldrei hafa séð slíkar vinsældir. GTA V (Grand Theft Auto) er dýrasti tölvuleikur allra tíma en framleiðsla hans kostaði tæpa 32 milljarða króna og tók fimm ár. Óhætt er að segja að verkefnið hafi borið ávöxt enda námu sölutekjur á fyrstu þremur dögum eftir útgáfu 120 milljörðum króna. Tölvuleikurinn umdeildi stefnir því í að vera arðbærasta afþreyingarvara fyrr og síðar. Mítan gamla um unglinginn sem hangir einsamall heima í tölvuleikjum á því ekki við rök að styðjast, enda eru það fyrst og fremst fólk á aldrinum 25 til 30 sem sækir í þennan einstaka tölvuleik. „Við erum búin að selja á annað þúsund eintaka af GTA V. Þetta er það stærsta sem við höfum lent í. Við höfum ekki séð annað eins. Tölvuleikir eru algjörlega búnir að stinga af. Þessi leikur er þegar kominn yfir milljarð dollara í sölu á heimsvísu og nú er talað um að hann verði fyrsti tölvuleikurinn til að fara yfir tvö milljarða í veltu á einu ári,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og bætir við: „Kvikmyndir og tónlist eiga ekki orðið séns tölvuleikina.“ GTA V er sannarlega umdeildur leikur. Þetta er ofbeldisleikur, þar sem kvenhatur, eiturlyfjanotkun og misþyrmingar eru daglegt brauð. „Ef foreldrar koma með börnunum þá kaupa þeir leikinn og við getum ekki haft ábyrgð á því hvað þeir gera. Við vísum börnum hinsvegar í burtu þegar þau koma einsömul.“ Sp. blm. Hefur mikið borið á því að foreldrar komi með börn og kaupi leikinn fyrir þau? „Það er rosalega algengt. Stundum verður maður bara hissa,“ segir Ágúst. Þó svo að skiptar skoðanir séu um ágæti GTA V þá eru áhrif hans á afþreyingargeirann djúpstæð, við höfum því hér forsmekk af því sem koma skal á næstu árum. Raunverulega — eða stafræna — framtíð afþreyingarbransans.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira