Erlent

Svartur reykur í Vatíkaninu

Reykurinn sem barst frá Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu eftir hádegi í dag var svartur. Líkt og í gærkvöldi og í morgun. Þegar reykurinn er svartur hafa kardínálarnir ekki komið sér saman um það hver verður næsti páfi. Þegar þeir hafa gert það kemur hvítur reykur frá skorsteininum.

Kardínálarnir kjósa fjórum sinnum á dag. Kardínálarnir eru 115 og verður kosið alveg þar til einn hefur fengið 77 atkvæði, eða 2/3 atkvæða. Kosið verður tvisvar í viðbót í dag.

Fjölmargir ferðamenn eru nú staddir í Vatíkaninu til þess að fylgjast með reyknum. Daniela Weber frá Austurríki er ein af þeim. „Ég er frekar vonsvikin því ég verð hérna bara í einn dag í viðbót. Ég vil sjá hvítan reyk," segir hún í samtali við Reuters.

Allur gangur er á því hversu langan tíma það tekur að velja nýjan páfa. Árið 1939 var kosið þrisvar en í síðustu níu kjörum er meðaltalið sjö umferðir. Benecikt XVI var einmitt kosinn í sjö umferðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×