Hetjuleg barátta leikmanna Arsenal í München í kvöld dugði ekki til þess að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Arsenal vann leikinn, 0-2, og rimman endaði 3-3. Bayern fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Arsenal byrjaði leikinn með miklum látum því Olivier Giroud skoraði eftir aðeins þrjár mínútur. Fékk sendingu frá Walcott fyrir markið og hann gat ekki annað en skorað.
Laurent Koscielny skoraði annað mark Arsenal fjórum mínútum fyrir leikslok og hleypti gríðarlegri spennu í leikinn.
Bayern hélt út og er komið í átta liða úrslit. Þar er ekkert enskt félag í fyrsta skipti í 17 ár.
Frábær sigur Arsenal dugði ekki til

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn