Fjöldi óþekktra flóttamanna lét lífið við strendur Ítalíu á dögunum þegar kviknaði í báti fullum af flóttamönnum frá Erítreu og Sómalíu með þeim afleiðingum að hann sökk.
Flóttamennirnir voru grafnir í gær í litlum kirkjugarði í bænum Piano Gatta, sem er nálægt borginni Agrigento á Sikiley, í nafnlausum gröfum. Ekki hafa verið borin kennsl á þá sem létust.
Forsætisráðherra Ítalíu, Enrico Letta, hafði lofað að halda opinbera athöfn fyrir flóttamennina en ekkert varð af því.

