Flugvél í innanlandsflugi í Laos brotlenti í Mekong ánna í dag og talið er að allir hafi látist um borð, 44 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Þó er verið að leita að eftirlifendum í ánni.
Flugvélin var á leið frá höfuðborginni Vientiane á leið til Pakse í suður Laos. Skömmu áður en flugvélin átti að lenda lenti hún í mjög slæmu veðri og brotlenti. Vélin lá í ánni hálf í kafi og
Mikill fjöldi ferðamanna fer til Pakse og í vélinni voru 17 manns frá Laos, sjö frá Frakklandi og fimm frá Ástralíu, en einnig voru farþegar frá Suður Kóreu, Víetnam, Kína, Kanada og Mjanmar.
Talið að 49 manns hafi látið lífið í flugslysi í Laos
Samúel Karl Ólason skrifar
