Tæplega þrítug kona í Utah í Bandaríkjunum lifði af þegar hún keyrði bifreið sinni á lest á ferð. Ekki nóg með það, heldur varð hún strax fyrir annarri lest í kjölfarið.
Lögreglan í Woods Cross var á leið á heimili í bænum þar sem tilkynnt hafði verið um heimiliserjur þegar hún tók eftir bifreið sem þeir töldu tengjast tilkynningunni keyrði á ofsahraða framhjá. Lögreglan rauk af stað á eftir bifreiðinni sem sinnti ekki stöðvunarskyldu við viðvörunarhlið og ók á lest sem var á leið yfir lestarteina.
Lögreglan fór að bifreiðinni til að athuga með líðan konunnar en stuttu síðar heyrðist í annarri lest sem var á leið að slyssvæðinu. Lestin ók beint á bifreiðina en lögregluþjónarnir komust frá.
Þótt ótrúlegt megi virðast slapp konan lifandi og talið er að hún muni jafna sig á meiðslum sínum.

