Kvikmyndaverið South Park Studios hefur tilkynnt að þáttur kvöldsins muni ekki verða sýndur í kvöld vestanhafs þar sem hann er ekki tilbúinn.
Ástæðan er sú að rafmagn fór af kvikmyndaverinu á þriðjudagskvöld þannig að allar tölvur lágu niðri klukkustundum saman og ómögulegt reyndist að vinna við gerð þáttarins. Þátturinn heitir „Goth Kids 3: Down of the Posers“ og verður númer 1704 í þáttaröðinni.
Einn handritshöfundanna, Trey Parker, sagði það leiðinlegt að missa út útsendingu af þættinum en þar sem þeir hafi verið í áraraðir að storka örlögunum með því að vera á síðustu stundu að klára þættina hlyti þetta að gerast á endanum.
Þátturinn verður sýndur næsta miðvikudag, 23. október.
South Park þætti kvöldsins aflýst
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
