Erlent

Kjörinn forseti Ekvador í þriðja skipti

Stuðningsmenn Correa fögnuðu sigrinum vel í nótt.
Stuðningsmenn Correa fögnuðu sigrinum vel í nótt. Nordicphotos/Getty
Rafael Correa var í gær kjörinn forseti Ekvador í þriðja skipti.

Hinn 48 ára gamli Correa var fyrst kjörin forseti árið 2007 og endurkjörin árið 2009. Hann fékk 50% atkvæða en næsti maður, bankamaðurinn Guillermo Lasso, fékk 24% atkvæða.

Áður óþekktur stöðugleiki virðist vera kominn í olíulandið Ekvador. Áratuginn áður en Correa náði kjöri höfðu sjö forsetar deilt stöðunni í áratug. Nánar á fréttavef Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×