Erlent

Tók sér fé úr kosningasjóði

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Jesse Jackson Mætir til réttarhalda í Illinois.	fréttablaðið/AP
Jesse Jackson Mætir til réttarhalda í Illinois. fréttablaðið/AP
Jesse Jackson yngri hefur játað að hafa notað 750 þúsund dali úr kosningasjóð fyrir sjálfan sig og á yfir höfði sér nærri fimm ára fangelsi.

„Ég er sekur," sagði hann fyrir rétti í gær. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til að eyða fé skattborgara í erfið réttarhöld.

Jackson var þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá 1995 til 2012, en hefur síðan í júní tvisvar verið lagður inn á sjúkrahús vegna geðhvarfasjúkdóms.

Faðir hans er presturinn alnafni hans, sem þekktur er fyrir baráttu sína fyrir réttindum þeldökkra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×