Erlent

Lögðu hald á falsaða evruseðla að andvirði 70 milljóna

Lögreglan í Portúgal hefur lagt hald á falsaða evruseðla að andvirði nær 400.000 evra eða tæplega 70 milljóna króna.

Um var að ræða 200 evra seðla og hefur maður á fimmtugsaldri verið handtekinn vegna málsins. Hinir fölsku seðlar fundust í borginni Oporto en þetta er mesta magn af fölsuðum seðlum sem fundist hafi í einu í Portúgal.

Lögreglan þar í landi segir að seðlar þessir séu mjög vel gerðir en talið er að álíka seðlar hafi verið í umferð í áratug. Þeir hafa aðallega fundist á Ítalíu, Spáni, Búlgaríu og í Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×