Erlent

Vandræðalega hannaður leikvangur í Katar

Samúel Karl Ólason skrifar
Smáralindin og Al Wakrah-völlurinn þykja bera vott um vafasaman arkitektúr.
Smáralindin og Al Wakrah-völlurinn þykja bera vott um vafasaman arkitektúr.
Fyrirtækið AECOM Technology birti myndband af Al Wakrah um helgina og strax skapaðist mikil umræða um að hvað völlurinn væri líkur kvenmannssköpum.

Reglulega eru reistar byggingar sem mörgum þykir minna á kynfæri. Eins og Crain byggingin í Chicago og okkar eigin Smáralind.

Hönnun mannvirkisins mun þó vera byggð á báti sem kallast „Dhow“ og notast til perluköfunar. Þó þykir ekki auðvelt að sjá slíkan bát í hönnun leikvangsins.

Samkvæmt áætlunum mun völlurinn taka 40.000 áhorfendur og verður hitanum þar inni stillt svo þægilegt verði að spila fótbolta þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×