Eiður Smári, Hannes og Arnór í viðtali í króatíska sjónvarpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2013 17:07 Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira