Eiður Smári, Hannes og Arnór í viðtali í króatíska sjónvarpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2013 17:07 Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira