Höfuðverkur Alex Ferguson Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2013 06:30 Cristiano Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid árið 2009. Hann telst í dag vera einn allra besti knattspyrnumaður heims. Samsett mynd/Nordicphotos/Getty Cristiano Ronaldo mun í kvöld mæta Manchester United, sínu gamla félagi, í fyrsta sinn síðan hann var seldur til Real Madrid fyrir metupphæð, 80 milljónir punda, árið 2009. Liðin munu í kvöld eigast við í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í spænsku höfuðborginni. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar viðureignir síðan dregið var í 16-liða úrslitin þann 20. desember síðastliðinn. Athyglin hefur eðlilega helst beinst að Cristiano Ronaldo sem var þegar orðinn einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann hélt til Madrid fyrir tæpum fjórum árum. Ronaldo hefur hins vegar haldið áfram að bæta sig síðan þá og státar í dag af þeirri ótrúlegu tölfræði að hafa skorað meira en mark að meðaltali í leik á ferli sínum hjá Real Madrid. Ronaldo hefur ef til vill aðeins fallið í skugga Börsungsins Lionel Messi, sem hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins öll þau fjögur ár sem Ronaldo hefur verið hjá Real, en tölurnar tala engu að síður sínu máli.Farangurslaus í Manchester Ronaldo var aðeins átján ára gamall þegar United keypti hann frá Sporting Lissabon fyrir rúmar tólf milljónir punda. Ronaldo, sem talaði þá varla stakt orð í ensku, flaug til Manchester í ágústmánuði 2003 og hafði ekki með sér neinn farangur að ráði, þar sem hann taldi að Ferguson myndi lána hann aftur til Sporting út tímabilið. „Það er ekkert mál," sagði Ferguson þegar hann frétti af því. „Þú æfir með okkur á morgun og ferð svo aftur til Portúgals til að sækja föggur þínar." Ronaldo bað sjálfur um treyju númer 28 – sama númer og hann var með hjá Sporting – en Ferguson krafðist þess að hann klæddist treyju númer sjö. Treyjunni sem David Beckham hafði klæðst aðeins nokkrum vikum fyrr og goðsagnir á borð við George Best, Eric Cantona og Bryan Robson á undan honum. Sex árum síðar varð hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar Real Madrid keypti hann á metupphæð. „Cristiano hefur reynst Manchester United einstaklega vel," sagði Alex Ferguson þá. „Hann hefur á sínum sex árum hér orðið að besta knattspyrnumanni heims."Gekk Ronaldo í föðurstað Frægðarsól Ronaldo reis enn hærra hjá Real Madrid og sér reyndar ekki enn fyrir endann á því ferli. Hann er ekki nema 28 ára gamall og er því fyrst núna að komast á bestu ár knattspyrnuferilsins. Ronaldo hefur sjálfum verið tíðrætt um samband sitt við Alex Ferguson sem hann segir helst líkjast sambandi föður og sonar. En nú þarf Ferguson í fyrsta sinn að takast á við Ronaldo sem hindrun fyrir sitt lið. Gary Neville, fyrrum samherji Ronaldo hjá United, hefur mært hann mjög í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann segir hann betri leikmann nú en þegar hann fór til Real á sínum tíma. „Í dag er hann algjört skrímsli," sagði Neville. „Ég sá hann spila á laugardaginn. Hann hirti boltann bara einhvers staðar á vellinum, gerði einhverja takta sem ég get ekki einu sinni lýst, fór fram hjá einum manni og negldi honum inn af 25 metra færi. Það er ekki hægt að verjast gegn slíku." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Cristiano Ronaldo mun í kvöld mæta Manchester United, sínu gamla félagi, í fyrsta sinn síðan hann var seldur til Real Madrid fyrir metupphæð, 80 milljónir punda, árið 2009. Liðin munu í kvöld eigast við í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í spænsku höfuðborginni. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar viðureignir síðan dregið var í 16-liða úrslitin þann 20. desember síðastliðinn. Athyglin hefur eðlilega helst beinst að Cristiano Ronaldo sem var þegar orðinn einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann hélt til Madrid fyrir tæpum fjórum árum. Ronaldo hefur hins vegar haldið áfram að bæta sig síðan þá og státar í dag af þeirri ótrúlegu tölfræði að hafa skorað meira en mark að meðaltali í leik á ferli sínum hjá Real Madrid. Ronaldo hefur ef til vill aðeins fallið í skugga Börsungsins Lionel Messi, sem hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins öll þau fjögur ár sem Ronaldo hefur verið hjá Real, en tölurnar tala engu að síður sínu máli.Farangurslaus í Manchester Ronaldo var aðeins átján ára gamall þegar United keypti hann frá Sporting Lissabon fyrir rúmar tólf milljónir punda. Ronaldo, sem talaði þá varla stakt orð í ensku, flaug til Manchester í ágústmánuði 2003 og hafði ekki með sér neinn farangur að ráði, þar sem hann taldi að Ferguson myndi lána hann aftur til Sporting út tímabilið. „Það er ekkert mál," sagði Ferguson þegar hann frétti af því. „Þú æfir með okkur á morgun og ferð svo aftur til Portúgals til að sækja föggur þínar." Ronaldo bað sjálfur um treyju númer 28 – sama númer og hann var með hjá Sporting – en Ferguson krafðist þess að hann klæddist treyju númer sjö. Treyjunni sem David Beckham hafði klæðst aðeins nokkrum vikum fyrr og goðsagnir á borð við George Best, Eric Cantona og Bryan Robson á undan honum. Sex árum síðar varð hann að dýrasta knattspyrnumanni heims þegar Real Madrid keypti hann á metupphæð. „Cristiano hefur reynst Manchester United einstaklega vel," sagði Alex Ferguson þá. „Hann hefur á sínum sex árum hér orðið að besta knattspyrnumanni heims."Gekk Ronaldo í föðurstað Frægðarsól Ronaldo reis enn hærra hjá Real Madrid og sér reyndar ekki enn fyrir endann á því ferli. Hann er ekki nema 28 ára gamall og er því fyrst núna að komast á bestu ár knattspyrnuferilsins. Ronaldo hefur sjálfum verið tíðrætt um samband sitt við Alex Ferguson sem hann segir helst líkjast sambandi föður og sonar. En nú þarf Ferguson í fyrsta sinn að takast á við Ronaldo sem hindrun fyrir sitt lið. Gary Neville, fyrrum samherji Ronaldo hjá United, hefur mært hann mjög í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann segir hann betri leikmann nú en þegar hann fór til Real á sínum tíma. „Í dag er hann algjört skrímsli," sagði Neville. „Ég sá hann spila á laugardaginn. Hann hirti boltann bara einhvers staðar á vellinum, gerði einhverja takta sem ég get ekki einu sinni lýst, fór fram hjá einum manni og negldi honum inn af 25 metra færi. Það er ekki hægt að verjast gegn slíku."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira