Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær hvað honum finnst um skrif spænsku blaðanna sem hafa líkt Wayne Rooney við boltabullu og hent því fram að leikmaðurinn passaði vel inn í hóp æstustu stuðningsmanna United.
Real Madrid tekur á móti Manchester United í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það verða öll augu á Bernabeu enda risaleikur á ferðinni.
Blaðamaður Marca lýsti Rooney meðal annars sem freknóttum púka sem sé byggður eins og tunna full af púðri og mættur til Madridar til þess að sprengja upp Bernabeu-völlinn.
Ferguson kippti sér þó ekki mikið upp við þetta. „Rooney kann ekki spænsku svo að þetta verður í lagi," sagði skoski stjórinn spakur.
Sir Alex: Rooney kann ekki spænsku svo að þetta verður í lagi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn