"Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2013 19:13 „Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. Ung stúlka þurfti að fara á spítala vegna ofreynslu sem rekja má til þrekprófs, svokallaðs píptests, í grunnskóla. Faðir stúlkunnar sagði í viðtali í Ísland í bítið á Bylgjunni í morgun að hann myndi gera allt sem hann gæti til að koma þrekprófinu út úr námsskrá grunnskóla. „Ég fagna alltaf allri umræðu því hún gefur okkur tækifæri til að skoða störf okkar nánar," segir Guðrún Valgerður. Hún þekkir vel til í skólakerfinu enda bæði starfað á leikskóla, í grunnskóla og á háskólastigi en þó lengst af í grunnskólum bæði við bóklega kennslu og íþróttakennslu. „Ég þekki náttúrulega báðar hliðar enda kennt bóklegar greinar sem og sund og íþróttir í nær sautján ár." segir Guðrún. Guðrún segir að námsmat hafi víða breyst í gegnum tíðina og nú sé t.d. meira um símat. Oft vegi ástundun og vinnusemi í tímum a.m.k. helming af einkunn.Píptestin góður kvarði „Ég held að kvíðaeinkenni og keppnisskap geti brotist fram í hvaða prófi sem er," segir Guðrún Valgerður. Hún segir píptestin gefa íþróttakennurum gott tækifæri til að fylgjast með nemendum og það sé misskilningur að þau séu beinlínis í námsskránni heldur sé þar talað um stöðluð þolpróf. „Þetta er góður kvarði enda um einfalt próf að ræða," segir Guðrún. Í prófinu reyna nemendur að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma sem markaður er með flautuhljóði, pípi. Skekkjumörk eru lítil sem engin ólíkt t.d. armbeygjuprófi og ýmsum prófum sem þar sem meta þarf t.d. hve langt nemendur fari niður í stöður og þess háttar. „Píptestið hefur verið notað í mörgum skólum í fjölda ára. Með því er hægt að skoða hvernig þol krakkanna hefur verið í gegnum tíðina. Hægt er að bera saman árganga innan skóla og bera saman ástand nemenda milli skóla. Með því er ekki síður verið að sýna nemendum sjálfum fram á hvernig þol þeirra er og eru þeir hvattir af íþróttakennurum til að bæta sig frá einu prófi til annars og setja sér raunhæf markmið, bæði þeir sem eru í góðu formi sem og þeir sem þurfa að bæta þol sitt. Hvetjum við alla nemendur til að „hlusta á líkamann sinn". segir Guðrún.Próf í leikfimi fjölbreytt Það er mat Guðrúnar að námsmat hafi breyst í gegnum tíðina. Próf séu víða fjölbreyttari í dag en þegar hún byrjaði að starfa sem kennari. Við íþróttakennslu sé reynt að prófa sem flesta þætti. Þannig sé einnig t.d. prófað í liðleika, einhverjum boltagreinum, badminton þar sem flugu er haldið á lofti og svo mætti lengi telja. „Þannig fá ekki endilega krakkarnir í besta líkamlega forminu háa einkunn. Ef krakkarnir sýna áræðni og leggja sig fram er það meira og meira metið til einkunnar," segir Guðrún. Hún minnir á að próf hafi lengi verið við lýði í skólakerfinu. „Til dæmis eru samræmdu prófin breytt og nú eru þetta ekki lengur lokapróf heldur könnunarpróf. Við erum að athuga hvað við getum bætt. Sama er með píptest. Ef við sjáum að þau fá lágt í píptesti bendum við þeim á leiðir til að auka þolið. Sömu sögu má segja um t.d. liðleikapróf því stirðleiki skiptir máli í allri hreyfingu," segir Guðrún.Engin neikvæð viðbrögð í tengslum við píptest „Ég tel mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir píptest eins og önnur próf og útskýra hvers vegna við notum það og hvernig „tækni" er best við framkvæmd þess. Þá er umgjörðin afar mikilvæg s.s. góð upphitun, þægilegt umhverfi og góðar teygjur í lok prófs. Faðir stúlkunnar sem fara þurfti á spítala telur að þrekprófin geti ýtt undir einelti. Guðrún segir aldrei hafa upplifað nein neikvæð viðbrögð á milli nemenda í tenglsum við píptest. „Krakkar eru alltaf að bera sig saman. Ég hef aldrei fundið fyrir metingi á milli nemenda þegar kemur að píptestum. Krakkarnir gera eins vel og þeir geta og svo hvetja þeir þá síðustu áfram. Ég hef aldrei upplifað nein neikvæð viðbrögð á milli nemenda í tengslum við píptest." Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. Ung stúlka þurfti að fara á spítala vegna ofreynslu sem rekja má til þrekprófs, svokallaðs píptests, í grunnskóla. Faðir stúlkunnar sagði í viðtali í Ísland í bítið á Bylgjunni í morgun að hann myndi gera allt sem hann gæti til að koma þrekprófinu út úr námsskrá grunnskóla. „Ég fagna alltaf allri umræðu því hún gefur okkur tækifæri til að skoða störf okkar nánar," segir Guðrún Valgerður. Hún þekkir vel til í skólakerfinu enda bæði starfað á leikskóla, í grunnskóla og á háskólastigi en þó lengst af í grunnskólum bæði við bóklega kennslu og íþróttakennslu. „Ég þekki náttúrulega báðar hliðar enda kennt bóklegar greinar sem og sund og íþróttir í nær sautján ár." segir Guðrún. Guðrún segir að námsmat hafi víða breyst í gegnum tíðina og nú sé t.d. meira um símat. Oft vegi ástundun og vinnusemi í tímum a.m.k. helming af einkunn.Píptestin góður kvarði „Ég held að kvíðaeinkenni og keppnisskap geti brotist fram í hvaða prófi sem er," segir Guðrún Valgerður. Hún segir píptestin gefa íþróttakennurum gott tækifæri til að fylgjast með nemendum og það sé misskilningur að þau séu beinlínis í námsskránni heldur sé þar talað um stöðluð þolpróf. „Þetta er góður kvarði enda um einfalt próf að ræða," segir Guðrún. Í prófinu reyna nemendur að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma sem markaður er með flautuhljóði, pípi. Skekkjumörk eru lítil sem engin ólíkt t.d. armbeygjuprófi og ýmsum prófum sem þar sem meta þarf t.d. hve langt nemendur fari niður í stöður og þess háttar. „Píptestið hefur verið notað í mörgum skólum í fjölda ára. Með því er hægt að skoða hvernig þol krakkanna hefur verið í gegnum tíðina. Hægt er að bera saman árganga innan skóla og bera saman ástand nemenda milli skóla. Með því er ekki síður verið að sýna nemendum sjálfum fram á hvernig þol þeirra er og eru þeir hvattir af íþróttakennurum til að bæta sig frá einu prófi til annars og setja sér raunhæf markmið, bæði þeir sem eru í góðu formi sem og þeir sem þurfa að bæta þol sitt. Hvetjum við alla nemendur til að „hlusta á líkamann sinn". segir Guðrún.Próf í leikfimi fjölbreytt Það er mat Guðrúnar að námsmat hafi breyst í gegnum tíðina. Próf séu víða fjölbreyttari í dag en þegar hún byrjaði að starfa sem kennari. Við íþróttakennslu sé reynt að prófa sem flesta þætti. Þannig sé einnig t.d. prófað í liðleika, einhverjum boltagreinum, badminton þar sem flugu er haldið á lofti og svo mætti lengi telja. „Þannig fá ekki endilega krakkarnir í besta líkamlega forminu háa einkunn. Ef krakkarnir sýna áræðni og leggja sig fram er það meira og meira metið til einkunnar," segir Guðrún. Hún minnir á að próf hafi lengi verið við lýði í skólakerfinu. „Til dæmis eru samræmdu prófin breytt og nú eru þetta ekki lengur lokapróf heldur könnunarpróf. Við erum að athuga hvað við getum bætt. Sama er með píptest. Ef við sjáum að þau fá lágt í píptesti bendum við þeim á leiðir til að auka þolið. Sömu sögu má segja um t.d. liðleikapróf því stirðleiki skiptir máli í allri hreyfingu," segir Guðrún.Engin neikvæð viðbrögð í tengslum við píptest „Ég tel mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir píptest eins og önnur próf og útskýra hvers vegna við notum það og hvernig „tækni" er best við framkvæmd þess. Þá er umgjörðin afar mikilvæg s.s. góð upphitun, þægilegt umhverfi og góðar teygjur í lok prófs. Faðir stúlkunnar sem fara þurfti á spítala telur að þrekprófin geti ýtt undir einelti. Guðrún segir aldrei hafa upplifað nein neikvæð viðbrögð á milli nemenda í tenglsum við píptest. „Krakkar eru alltaf að bera sig saman. Ég hef aldrei fundið fyrir metingi á milli nemenda þegar kemur að píptestum. Krakkarnir gera eins vel og þeir geta og svo hvetja þeir þá síðustu áfram. Ég hef aldrei upplifað nein neikvæð viðbrögð á milli nemenda í tengslum við píptest."
Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12
Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40