Argentínumaðurinn ótrúlegi, Lionel Messi, er ekki hrifinn af skiptikerfum og segist ekki þurfa á neinni hvíld að halda.
Það er mikið álag á bestu liðum heims og þjálfarar þurfa því oftar en ekki að gera miklar breytingar á sínum liðum milli leikja til að halda mönnum ferskum.
Messi segist ekki þurfa á neinni hvíld að halda og vill spila alla leiki.
"Ég er vanur því að spila marga leiki og líkaminn er betri ef hann sleppur við hvíldina," sagði Messi í samtali við sjónvarpsstöð Barcelona.
"Það sem öllu skiptir er að vinna leiki og ég vil leggja mitt af mörkum í öllum leikjum."
Barcelona á leik gegn Real Madrid í bikarnum á morgun. Það er seinni leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar. Fyrri leik liðanna lyktaði með jafntefli, 1-1.
Messi segist ekki þurfa neina hvíld

Mest lesið






Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn


Blóðgaði dómara
Körfubolti

Var ekki nógu ánægður með Trent
Enski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn