Mario Balotelli, leikmaður AC Milan, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Inter er Mílanóliðin áttust við í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.
Balotelli lék með Inter áður en hann fór til Englands. Það leyndi sér ekki að Balotelli er ekki hátt skrifaðir hjá stuðningsmönnum Inter sem beittu hann kynþáttaníði.
Þeir veifuðu meðal annars banönum að honum og blístruðu á hann allan leikinn.
Balotelli lét þessa hegðun stuðningsmanna Inter ekki trufla sig og hélt einbeitingu allan leikinn.
Hann náði reyndar ekki að skora í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli.
Veifuðu banönum að Balotelli
