Erlent

Frönsk fjölskylda í haldi hryðjuverkamanna

Herskáir íslamistar hafa tekið franska fjölskyldu gíslingu í Kamerún. Hópurinn birti í dag myndband á veraldarvefnum þar sem sjá má alla sjö meðlimi fjölskyldunnar í haldi uppreisnarmannanna.

Talið er að íslamistarnir tilheyri nígerísku hryðjuverkasamtökunum Boko Harim. Í myndbandinu, sem birtist á YouTube fyrr í dag, er þess krafist að yfirvöld í Frakklandi beiti sér fyrir því að fangelsuðum meðlimum samtakanna í Kamerún og Nígeríu verði sleppt úr haldi.

Fjölskyldan var numin á brott í Yaounde, höfuðborg Kamerún í síðustu viku. Fjölskyldufaðirinn er starfsmaður franska orkurisans Suez en hann var á ferð í þjóðgarðinum Waza í norðurhluta Kamerún þegar mannræningjarnir létu til skara skríða.

Í myndbandinu sem uppreisnarmennirnir birtu í dag má sjá fjölskylduna - tvo karlmenn, eina konu og fjögur börn - í haldi mannræningjanna. Annar maðurinn segir að Jamaatu Ahlis Sunna Liddaawati wal-Jihad beri ábyrgð mannráninu en það er hið arabíska nafn Boko Haram samtakanna.

Einn mannræningjanna segir síðan að Frakklandi hafi lýst yfir stríði á hendur Íslam.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan








Fleiri fréttir

Sjá meira


×