Erlent

Öskraði og var bjargað af bjargi

Nicholas Cendoya (t.v.) og Kyndall Jack.
Nicholas Cendoya (t.v.) og Kyndall Jack.
Hávær öskur hinnar átján ára Kyndall Jack leiddi til björgunar hennar úr Trabuco gljúfrinu í Kaliforníu í morgun. Hennar hafði verið leitað síðan á páskasunnudag. Los Angeles Times greina frá þessu.

Björgunarmenn komu henni til bjargar í morgun eftir að göngumaður tjáði þeim að hann hefði heyrt það sem hann taldi kvenmannsöskur. Lögregluyfirvöld segja að hún hafi fundist um 800 metra frá þeim stað sem Jack og vinur hennar, Nicholas Cendoya, lögðu bílum sínum á sunnudag.

„Hún svarar okkur, virðist hafa orðið fyrir miklu vökvatapi og er veikburða," sagði Jason Park úr lögreglunni í Orange sýslu. Á þeirri stundu var verið að flytja Jack á spítala.

Park sagði björgunaraðgerðir hafa verið erfiðar þar sem mjög bratt hefði verið við bjargið. Einn björgunarmannanna varð fyrir höfuðmeiðslum sökum falls og var einnig fluttur á spítala.

Foreldrar Jack grétu, föðmuðu og þökkuðu lögreglumönnum fyrir aðstoðina. „Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í þessu starfi," sagði yfirlögregluþjónninn John Muir.

Leitað hafði verið að Jack og Cendoya síðan á sunnudag. Þá hringdu vinirnir átján og nítján ára í lögreglu úr farsíma sínum og sögðust hafa villst.

Cendoya fannst loksins í gærkvöldi í svipaðri fjarlægð frá bílnum og Jack fannst í dag. Hann þjáðist af vökvaskorti og ekki alveg með á nótunum. Björgunarmenn þurftu að klöngrast í gegnum þykkt gróðurlendi til þess að komast að Cendoya sem var í stuttbuxum, bol og skólaus.

Handleggir og fætur hans voru þakktir örum og var farið með hann rakleiðis á spítala. Ástand hans var alvarlegt við komu en hann hefur brugðist vel við læknismeðferð. Talið er að hann fái að yfirgefa spítalann innan nokkurra daga.

Dr. Michael Ritter, læknir á spítalanum, tjáði fjölmiðlum að Cendoya hefði sagt sér að vinirnir hefðu orðið aðskila þegar myrkur skall á á páskasunnudag. Síðan hefði hann ekki séð vinkonu sína.

„Nick (innsk:Nicholas Cendoya) sagði að það sem hefði haldið honum gangandi var bænin. Hann sagðist hafa beðið til guðs hvernig einasta daga og nótt um styrk til þess að bjargast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×