Juventus er komið í undanúrslit ítölsku bikarkeppninnar eftir dramatískan sigur, 2-1, á AC Milan eftir framlengdan leik.
Milan byrjaði leikinn betur því Stephan El Shaarawy kom liðinu yfir eftir rúmlega fimm mínútna leik. Milan hélt því forskoti ekki lengi því Sebastian Giovinco jafnaði leikinn sjö mínútum síðar.
Meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar.
Juve byrjaði framlenginguna með látum því Mirko Vucinic kom þeim yfir með marki í fyrri hálfleik framlengingar.
Milan sótti nokkuð í seinni hálfleik framlengingar og fékk dauðafæri mínútu fyrir leikslok sem misfórst. Það reyndist síðasta færi Milan og leikmenn Juve fögnuðu innilega.
Vucinic skaut Juve í undanúrslit bikarsins

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn


Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn




„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti