Erlent

Réttarhöldin yfir Manning hefjast í dag

JBG skrifar
Bandarísk hernaðaryfirvöld stefna að því að Manning hljóti lífstíðardóm í fangelsi.
Bandarísk hernaðaryfirvöld stefna að því að Manning hljóti lífstíðardóm í fangelsi.

Réttarhöldin yfir Bradley Manning hefjast í dag nú meira en þremur árum eftir að hann var handtekinn í Írak sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum.

Bandaríski herinn lítur á þetta sem mesta leka öryggismála sem um getur. Manning hefur viðurkennt að hafa leikið trúnaðarupplýsingum til WikiLeaks og játað sök á broti þar sem refsiramminn er allt að 20 ára fangelsisdómur. Hernaðaryfirvöld eru þó ekki ánægð með það og vilja bæta við ákæruna landráðum en verði Manning fundinn sekur um slíkt getur hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm. Talið er að réttarhöldin standi yfir í allt sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×