Það gengur erfiðlega fyrir leikmenn AC Milan að komast til Barcelona þar sem liðið spilar í Meistaradeildinni á morgun. Flugi liðsins var seinkað í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra í Frakklandi.
Liðið átti að fljúga upp úr hádegi en því flugi var seinkað um óákveðinn tíma. Reyna á að fljúga aftur seinnipartinn og þá nýja flugleið svo frönsku flugumferðarstjórarnir komi ekki í veg fyrir að liðið komist á leiðarenda.
Fyrri leik liðanna lyktaði með markalausu jafntefli. Leikurinn á morgun hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Flugi AC Milan til Barcelona seinkað

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

