Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2012 19:05 Jón Gnarr borgarstjóri. Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira