Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2012 19:05 Jón Gnarr borgarstjóri. Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira