Fótbolti

Veldu flottasta markið í spænska boltanum

Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á skemmtilegan leik þar sem þeir fá að besta mark mánaðrins í spænsku úrvalsdeildinni.

Nú hafa sérfræðingar Stöðvar 2 Sports valið fjögur bestu mörk októbermánaðar á Spáni en nánar má lesa um leikinn hér, visir.is/spaenskumorkin.

Góð þátttaka var í leiknum í síðasta mánuði en Xavi Hernandez, leikmaður Barcelona, átti besta mark mánaðarins. Tómas Ellert var sigurvegari í leik Vísis og óskum við honum til hamingju með það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×