Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 8-0 Einar Njálsson á Kaplakrikavelli skrifar 2. júní 2012 00:01 FH tyllti sér á topp Pepsi deildarinnar eftir flottan 8-0 sigur á Fylki í Kaplakrika. Heimamenn réðu lögum og lofum á vellinum og virtust skora að vild gegn andlausum Fylkismönnum. Fyrri hálfleikur bauð upp á mikla skemmtun og byrjuðu bæði lið leikinn af krafti í blíðunni í Hafnarfirði. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu eftir hornspyrnu sem bakvörðurinn Guðjón Árni skallaði í netið. Eftir markið var eins og allur vindur væri farinn úr Fylki og gengu FH-ingar á lagið. Annað mark þeirra skoraði Atli Guðnason eftir laglega stungusendingu frá gamla brýninu Bjarka Gunnlaugssyni sem stjórnaði spili sinna manna vel í leiknum. Albert Brynjar Ingason bætti svo við þriðja markinu á 35 mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Atla Guðnasyni. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, gerði tvær breytingar í hálfleik til að fríska upp á leik sinna manna, FH-ingar gáfu þó ekkert eftir og skoruðu strax á upphafsmínútu seinni hálfleiks og var þar að verki Björn Daníel Sverrisson enn og aftur eftir undirbúning Atla Guðnasonar. Freyr Bjarnason bætti skömmu seinna við marki eftir hornspyrnu. Varamaðurinn Atli Viðar Björnsson skoraði sjötta mark heimamanna með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir aukaspyrnu. Fylkir missti síðan mann af velli þegar Andri Þór Jónsson fékk beint rautt þegar hann braut á Atla Guðnasyni sem var við það að sleppa einn í gegn. Annar varamaður, Hólmar Örn, skoraði sjöunda mark heimamanna og Björn Daníel skoraði sitt annað mark með skoti af um 30 metra færi. FH-ingar nýttu færin sín í dag vel eins og lokatölur gefa til kynna og virtust geta gert það sem þeim sýndist gegn Fylki í dag. Björn Daníel og Bjarki Gunnlaugsson stjórnuðu spili sinna manna frábærlega og Atli Guðnason hélt áfram að sýna að hann er einn besti leikmaður deildarinnar. Ekkert jákvætt er hægt að segja um leik Fylkis í dag og liðið leit vægast sagt illa út. Þeir voru í einu orði sagt hörmulegir.Atli Guðnason: Erum góðir í fótbolta Maður leiksins Atli Guðnason var sáttur í leikslok. “Átta mörk og höldum hreinu, við getum ekki farið fram á mikið meira. Við erum góðir í fótbolta og vitum það en aðrir hlutir spila inn í til að vinna leiki og þeir voru allir til staðar í dag. Fylkismenn gáfust frekar fljótt upp og um leið og fyrsta markið kom var ekki spurning hvorum megin sigurinn færi. "Í seinni hálfleik vorum við mikið betri og þeir fengu varla tækifæri til að koma við boltann. Mér leið nú ekkert vel að sjá bróður minn svona særðan en ég er mjög sáttur” sagði Atli sem var frábær í dag.Heimir Guðjónsson: Við réðum miðjunni Þjálfari heimamanna var mjög ánægður með leik sinna manna í dag. “Við spiluðum vel í dag og gott að koma til baka eftir tapið á móti KR, við vorum ekki góðir í þeim leik og skelfilegt að þurfa að bíða í 10 daga eftir öðrum leik en leikmennirnir stigu upp í dag og spiluðu vel. Ég er ekki hrifinn að þurfa að bíða svona lengi eftir að leikir tapast en við spiluðum heilt yfir vel. Fylkir er með gott lið en við réðum miðjunni og margir leikmenn sem stigu upp en nú þurfum við bara að koma okkur niður á jörðina og einbeita okkur að næsta leik. Það er einnig mjög jákvætt fyrir okkur að bæði Albert og Atli Viðar opna markareikning sinn í dag,” sagði Heimir vægast sagt sáttur.Ásmundur Arnarsson: Mark tvö slökkti á okkur Ásmundur þjálfari Fylkis var ekki jafn sáttur og kollegi sinn hjá FH. "Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við byrjuðum allt í lagi og áttum í fullu tré við þá, skapa okkur færi og verjast ágætlega. Við fáum síðan mark á okkur eftir horn og það hristir aðeins upp í okkur en mark númer tvö slekkur algjörlega á okkur og dró úr okkur kjark, þor og dug og FH-ingar gengu á lagið enda góðir í því. "Það eina jákvæða sem hægt er að líta á er að það er stutt í að við komum hingað aftur,” sagði Ásmundur en Fylkir mætir í Kaplakrika í næstu umferð Bikarkeppni KSÍ. NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
FH tyllti sér á topp Pepsi deildarinnar eftir flottan 8-0 sigur á Fylki í Kaplakrika. Heimamenn réðu lögum og lofum á vellinum og virtust skora að vild gegn andlausum Fylkismönnum. Fyrri hálfleikur bauð upp á mikla skemmtun og byrjuðu bæði lið leikinn af krafti í blíðunni í Hafnarfirði. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu eftir hornspyrnu sem bakvörðurinn Guðjón Árni skallaði í netið. Eftir markið var eins og allur vindur væri farinn úr Fylki og gengu FH-ingar á lagið. Annað mark þeirra skoraði Atli Guðnason eftir laglega stungusendingu frá gamla brýninu Bjarka Gunnlaugssyni sem stjórnaði spili sinna manna vel í leiknum. Albert Brynjar Ingason bætti svo við þriðja markinu á 35 mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Atla Guðnasyni. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, gerði tvær breytingar í hálfleik til að fríska upp á leik sinna manna, FH-ingar gáfu þó ekkert eftir og skoruðu strax á upphafsmínútu seinni hálfleiks og var þar að verki Björn Daníel Sverrisson enn og aftur eftir undirbúning Atla Guðnasonar. Freyr Bjarnason bætti skömmu seinna við marki eftir hornspyrnu. Varamaðurinn Atli Viðar Björnsson skoraði sjötta mark heimamanna með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir aukaspyrnu. Fylkir missti síðan mann af velli þegar Andri Þór Jónsson fékk beint rautt þegar hann braut á Atla Guðnasyni sem var við það að sleppa einn í gegn. Annar varamaður, Hólmar Örn, skoraði sjöunda mark heimamanna og Björn Daníel skoraði sitt annað mark með skoti af um 30 metra færi. FH-ingar nýttu færin sín í dag vel eins og lokatölur gefa til kynna og virtust geta gert það sem þeim sýndist gegn Fylki í dag. Björn Daníel og Bjarki Gunnlaugsson stjórnuðu spili sinna manna frábærlega og Atli Guðnason hélt áfram að sýna að hann er einn besti leikmaður deildarinnar. Ekkert jákvætt er hægt að segja um leik Fylkis í dag og liðið leit vægast sagt illa út. Þeir voru í einu orði sagt hörmulegir.Atli Guðnason: Erum góðir í fótbolta Maður leiksins Atli Guðnason var sáttur í leikslok. “Átta mörk og höldum hreinu, við getum ekki farið fram á mikið meira. Við erum góðir í fótbolta og vitum það en aðrir hlutir spila inn í til að vinna leiki og þeir voru allir til staðar í dag. Fylkismenn gáfust frekar fljótt upp og um leið og fyrsta markið kom var ekki spurning hvorum megin sigurinn færi. "Í seinni hálfleik vorum við mikið betri og þeir fengu varla tækifæri til að koma við boltann. Mér leið nú ekkert vel að sjá bróður minn svona særðan en ég er mjög sáttur” sagði Atli sem var frábær í dag.Heimir Guðjónsson: Við réðum miðjunni Þjálfari heimamanna var mjög ánægður með leik sinna manna í dag. “Við spiluðum vel í dag og gott að koma til baka eftir tapið á móti KR, við vorum ekki góðir í þeim leik og skelfilegt að þurfa að bíða í 10 daga eftir öðrum leik en leikmennirnir stigu upp í dag og spiluðu vel. Ég er ekki hrifinn að þurfa að bíða svona lengi eftir að leikir tapast en við spiluðum heilt yfir vel. Fylkir er með gott lið en við réðum miðjunni og margir leikmenn sem stigu upp en nú þurfum við bara að koma okkur niður á jörðina og einbeita okkur að næsta leik. Það er einnig mjög jákvætt fyrir okkur að bæði Albert og Atli Viðar opna markareikning sinn í dag,” sagði Heimir vægast sagt sáttur.Ásmundur Arnarsson: Mark tvö slökkti á okkur Ásmundur þjálfari Fylkis var ekki jafn sáttur og kollegi sinn hjá FH. "Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við byrjuðum allt í lagi og áttum í fullu tré við þá, skapa okkur færi og verjast ágætlega. Við fáum síðan mark á okkur eftir horn og það hristir aðeins upp í okkur en mark númer tvö slekkur algjörlega á okkur og dró úr okkur kjark, þor og dug og FH-ingar gengu á lagið enda góðir í því. "Það eina jákvæða sem hægt er að líta á er að það er stutt í að við komum hingað aftur,” sagði Ásmundur en Fylkir mætir í Kaplakrika í næstu umferð Bikarkeppni KSÍ.
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira