Erlent

Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu

Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu.

Það er blaðið The New York Post sem greinir frá þessu. Þar segir að Lewinsky hafi átt fundi með nokkrum af stærstu bókaútgefendum Bandaríkjanna um þessa bók. Fyrir hvern fund hafi viðkomandi útgáfa verið krafin um trúnaðaryfirlýsingu um innihald hans.

Ekkert hefur spurst út um hvaða útgefendur sé að ræða en blaðið hefur eftir heimildarmanni að mikill áhugi sé á sögu Lewinski enda kostaði málið Bill Clinton næstum forsetaembættið á sínum tíma.

Eftir að kynferðislegt samband hennar og Bill Clintons varð opinbert veitti Lewinsky mörgum fjölmiðlum viðtöl um málið. Hún hefur þó nær ekkert verið í sviðsljósinu síðan árið 2005 þegar hún flutti til London.

Haft er eftir talsmanni hennar að hann geti ekkert tjáð sig um þetta mál að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×