Fótbolti

Hrikalegt vítaklúður í Sviss

Svissneska félagið St. Gallen reyndi afar nýstárlega útgáfu af vítaspyrnu í leik gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni á dögunum.

Tveir leikmenn St. Gallen reyndu þá að blekkja markvörðinn. Réttfættur maður virtist eiga að taka vítið, labbar alveg út úr teignum en þá kemur aðvífandi vinstri fótar maður og tekur spyrnuna.

Það kom flestum á óvart nema markverðinum sem var vel á tánum og greip vítið.

Þessi tilraun reyndist dýrt spaug því St. Gallen tapaði leiknum 1-0 og missti toppsæti deildarinnar til Grasshoppers.

Vítið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×